Síminn takk!

Jæja, þá er ennþá meiri ástæða fyrir að skipta yfir í símann eða jafnvel nova. Ég er orðin hundleið á vodafone, allavega hérna á Akureyri. Það er rosalega léleg þjónusta hérna og ég er alltaf að heyra það frá fleirum og fleirum.Angry Það er dónaskapur hjá þeim þarna og það er eins og það sé voða erfitt fyrir þau/þá að gera kúnnanum til geðs. Þetta er það sem ég fæ frá þeim allavega svo að ég er harðákveðin í að skipta um símafyrirtæki í staðin fyrir að væla hérna...hehehe.LoL


mbl.is Vodafone hækkar verð á símtölum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mæli með Nova, var að skipta yfir til þeirra eftir of langa tíð hjá Vodafone.

 Vil líka benda þér á að Síminn hækkaði verðskrá sína umtalsvert um síðustu áramót.  Farðu til Nova ... styrktu samkeppnina ;)

Joseph (IP-tala skráð) 3.3.2008 kl. 18:00

2 identicon

t.d er Nova ekki að bjóða uppá heimasíma og adsl...... kannski eru þeir ódýrir.....held að þeir séu bara að sýna sig á markaðnum svo fer þetta allt í sama kostnað og hin símafélögin! Nova er líka með versta sambandið af öllum þessum símafélögum..... bróðir minn er með Nova og hann varð sambandslaus bara af því að labba inní bíósal meðan ég var með fullt samband á mínum síma....... og hann var ekki lengi að færa sig yfir í annað félag :)

Henning Árni (IP-tala skráð) 3.3.2008 kl. 20:32

3 identicon

Ágæta Kolbrún

Mér þykir leitt að heyra af óánægju þinni, en ég vona að þú skoðir málið betur áður en þú ákveður að skipta um fjarskiptafélag.  Nú veit ég ekki hvort þú ert með öll þín fjarskipti á sama stað (heimasíma, farsíma og net) en hvar sem þú velur að kaupa þjónustuna er alltaf hagstæðast að nota aðeins einn þjónustuaðila. Þannig nýturðu bestu mögulegu kjara og í okkar tilfelli m.a. hringt úr heimasímanum þínum í alla aðra heimasíma án þess að greiða fyrir það (að sjálfsögðu eru kostirnir margir fleiri).  Hækkunin sem fjallað er um í fréttinni á Mbl. breytir engu um það og þeir tugþúsundir viðskiptavina sem eru skráðir í svokallaða Og1 þjónustuleið greiða ekkert fyrir símtöl milli heimasíma eftir sem áður.

Með bestu kveðju,

Hrannar Pétursson, upplýsingafulltrúi Vodafone.

Hrannar Pétursson (IP-tala skráð) 3.3.2008 kl. 22:48

4 identicon

Eitthvað er skrítið við söguna hjá Henning Árna, því Nova er með reikisamning við Vodafone og visa versa. Það þýðir að þegar Nova merki hverfur, þá skiptir síminn yfir í Vodafone, og notandi á aldrei að finna munin.

Og Kolbrún, ég myndi gera það sem Hrannar Pétursson mælir með, kanna verðin á markaðnum. Það er hægt að spara ágætis pening með því að leita að ódýrustu þjónustunni. Hún er ekki endilega hjá einum þjónustuaðila.

Hættun að láta fara illa með okkur sem neytendur. Sendum fyrirtækjum eins og Vodafone  skilaboð.

Samkeppni takk (IP-tala skráð) 3.3.2008 kl. 23:45

5 identicon

Ég er hjá Nova og líkar vel. Það er gott samband í það minnsta í mínum síma allstaðar og reyndar um allt land. Hef reynslu af því.
Þeir buðu mér langbesta verðið

OMO (IP-tala skráð) 4.3.2008 kl. 00:25

6 identicon

Viðskiptavinir Nova detta inn á dreifikerfi Vodafone á þeim svæðum þar sem Nova er ekki með sitt eigið kerfi.  Nova er með sitt eigið kerfi í Reykjavík og ef fólk dettur úr sambandi þar þá komast Nova kúnnar ekki inn á kerfi annarra.  Um leið og þeir eru komnir út fyrir bæinn detta þeir hins vegar inn á kerfi Vodaofne.

Ásgeir (IP-tala skráð) 4.3.2008 kl. 10:49

7 identicon

Joseph: Takk fyrir þetta, góður vinur minn er að vinna hjá Nova og ég er að bíða egtir e-maili frá honum um Nova yfir höfuð. Henning: Það er auðvitað ekki gott ef Nova býður upp á lélegt samband...ég þarf bara að athuga málið. Hrannar: Ég ætla að skoða málið betur, það er alltaf best að athuga málið svo maður gerir enga vitleysu. Ég er ekki með internetið heima né heimasíma, ég læt mér nægja bara gemsa. Samkeppni takk: Eins og ég skrifaði hérna áðan að þá er auðvitað best að athuga málin vel og ég geri það sko. OMO: Nú bara veit ég ekki með þessi svör sem ég er að fá...einn segir að sambandið sé vont hjá nova en ekki hjá þér. Nova er að nota símkerfi símanns og vodafone hef ég heyrt, ég reyndar veit ekki hvort það sé rétt. En takk fyrir svörin.

Kolla (IP-tala skráð) 4.3.2008 kl. 11:05

8 identicon

þeir hafa ekki aðgang t.d af landrægu sendunum sem Vodafone og síminn eru að senda upp......og þeir hafa ekki aðgang af sendum Vodafone og Símans þar sem þeir hafa sýna eigin.... þetta er bara svipað og þegar Tal byrjaði á sýnum tíma og svo fer þetta allt í sama farið.

Henning (IP-tala skráð) 6.3.2008 kl. 16:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband